
Við hugsum um umhverfið
Rekstrarland leggur mikla áherslu á vistvæna og umhverfisvottaða vöru. Með því að velja vöru og þjónustu með vottuðum umhverfismerkjum stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína.

Norræni svanurinn
Umhverfisstofnun hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. Merkið var stofnað á Norðurlöndunum árið 1989. Merkið þýðir ekki að varan sé lífræn en í sumum vöruflokkum, til dæmis vefnaðarvöru, er gerð krafa um að varan sé 100% lífræn til að fá Svansmerkið.

Evrópublómið
Merkið var stofnað árið 1992 af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Blómið er notað í allri Evrópu. Umhverfisstofnun hefur umsjón með Blóminu á Íslandi. Til þess að uppfylla kröfur Blómsins eru umhverfisáhrif vörunnar metin, til að mynda orkunotkun við framleiðslu eða umhverfisálag við notkun og íblöndun kemískra efna.
Sjá www.ecolabel.eu til nánari upplýsinga.

Blái engillinn
Blái engillinn (Der Blaue Engel) er þýskt umhverfismerki. Þýsk yfirvöld ákveða innan hvaða vöruflokka er hægt að fá vottun. Viðmið merkisins eru þróuð í samvinnu við fulltrúa frá umhverfisyfirvöldum, iðnaði, neytendasamtökum ásamt öðrum hagsmunaaðilum og sérfræðingum. Merkið var stofnað árið 1992 af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Blómið er notað í allri Evrópu. Umhverfisstofnun hefur umsjón með Blóminu á Íslandi. Til þess að uppfylla kröfur Blómsins eru umhverfisáhrif vörunnar metin, til að mynda orkunotkun við framleiðslu eða umhverfisálag við notkun og íblöndun kemískra efna.
Sjá www.blauer-engel.de til nánari upplýsinga.

(Astma-Allergi Danmark)
Blái kransinn (Astma-Allergi Danmark)
Blái kransinn á vöru er staðfesting á því að innihald hennar er sérstaklega valið til að minnka hættu á ofnæmi hjá notandanum.
Sjá www.astma-allergi.dk/den-bla-krans til nánari upplýsinga.

Sjálfbærir skógar
Sjá us.fsc.org til nánari upplýsinga.
Ýmsar upplýsingar um umhverfismerki er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar á vefslóðinni www.ust.is

Fjáröflunarvörur
Pokapakki (5rl) Nestispokar, svartir ruslapokar, gráir höldupokar, skrjáfpokar 50x60cm, hnútapokar 200stk , flottur pakki

Index vatnsþéttidúkar
Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum flötum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.