Umhverfisvænar handþurrkur
Craft Eco System handþurrkurnar eru endurunnar úr pappakössum og nýjum pappírsafgöngum, án allra eiturefna. Brúni liturinn á þessum pappír er einfaldlega náttúrulegur litur pappans sem handþurrkurnar eru framleiddar úr. Þessar rúllur eru því líklega með þeim umhverfisvænstu sem um getur á markaðnum.
Þægilegur viðkomu, rakadrægur og sterkur pappír
Craft Eco System pappírinn er þægilegur viðkomu, sérlega rakadrægur og sterkur pappír, eitt blað nægir til að þurrka hendurnar með. Hver rúlla nýtist að meðaltali fyrir 712 notendur og er þá gert ráð fyrir meðalnotkun sem svarar 1,25 blaði fyrir hverja þurrkun.
Minna magn dregur úr kostnaði og sparar vinnu við sorphirðu. Eftir notkun er hægt að hnoða blaðið saman í fyrirferðarlítinn hnoðra. Einnig má nefna að það rykast mjög lítið upp af þessum rúllum sem þýðir minni þrif. Þessar brúnu rúllur eru heldur stærri en venjulegu rúllurnar og passa í Kimberly Clark skammtarana frá Rekstrarlandi. Rekstrarland þjónustar þá sem eru með Kimberly Clark og sendir þeim rúllur til áfyllingar á skammtarana. Við mælum hiklaust með þessum umhverfisvænu rúllum.


Heimilispakki
Sem inniheldur örtrefjaklút, uppþvottalög, uppþvottabursta, pottasvampa 10stk í pakka., gúmmíhanska, handsótthreinsir 100ml,alhliðahr. m/dælu 500ml. og glerúði m/dælu 500ml.

Klúbburinn
Skráðu þig í Rekstrarlands klúbbinn