Startpakki fyrir verðandi foreldra
Um árabil höfum við boðið verðandi foreldrum til okkar í Rekstrarland til að fá kynningu á helstu grunnvörum sem móðir og barn þurfa fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Þessar vörur köllum við STARTPAKKA. Kynningarnar hafa notið mikilla vinsælda og hafa farið fram eftir lokun verslunar fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Á tímum covid-19 höfum við hins vegar gefið foreldrum kost á að koma þegar þeim best hentar yfir allan mánuðinn og fá kynningu. Þetta gerum við til að koma í veg fyrir að of margir safnist inn í verslunina í einu og til að tryggja öryggi. Við leggjum áherslu á umhverfisvænar vörur og t.d. eru bleiurnar okkar svansmerktar og astma- og ofnæmisprófaðar.
Í STARTPAKKANUM eru þessar vörur:
1 pakki bleiur nr 1, Bambo Nature, 2–4 kg
1 pakki bleiur nr 2, Bambo Nature, 3–6 kg
1 pakki bindi extra plus, mjög rakadræg bindi án vængja sem henta vel fyrst eftir fæðingu, svansmerkt
1 pakki bindi normal, svansmerkt
1 pakki buxur 3 stk í pakka (val um stærðir s-xxl), sérstaklega hannaðar fyrir stærri bindi sem algengt er að konur þurfa að nota eftir fæðingu, þægileg og halda bindum á réttum stað
1 pakki undirlegg 40*60 cm, 60 stk
1 pakki margnota undirlegg, hlífir dýnunni vel, henta vel fyrir móður og barn, draga allt að 2000 ml af vökva í sig. Má þvo á 90 °C og setja í þurrkara.
1 pakki brjóstainnlegg, lekahlíf með tvöfaldri lekavörn, hentar bæði dag og nótt.
1 brjóstakrem, verndandi og græðandi brjóstakrem, 100% lanolín (ullarfita).
1 Barrier bossakrem. Vatnsfráhrindandi húðsmyrsl sem notað er á bleiusvæði, fellingar og ert svæði í kringum nef og munn.
1 spritt, gel eða fljótandi, 600 ml
1 pakki bambo blautþurrkur, 50 stk. í pakka
3 pakkar grisjur, 10x10 cm, 100 stk. í pakka
Hver pakki er settur saman í verslun með hinu verðandi foreldri og að sjálfsögðu er val um að sleppa einhverju eða bæta við enda misjafnt hvað fólk telur sig þurfa. Foreldrar sem koma til okkar fá 10% afslátt af innihaldi pakkans.
Fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðis og vilja fá sendan startpakka bendum við á netfangið rekstrarland@rekstrarland.is.
Gott er að láta fylgja með kennitölu fyrir reikningsgerð og símanúmer. Haft verður samband þegar búið er að taka saman pakkann. Hægt er að greiða með millifærslu eða símgreiðslu með kreditkorti.


Klúbburinn
Skráðu þig í Rekstrarlands klúbbinn

Þjónustuborð
Starfsmenn á Þjónustuborði taka á móti pöntunum frá viðskiptavinum, hvaðan sem er af landinu, frá kl. 08:00 - 17:00 alla virka daga.