Gram BioLine lyfjakælar og frystiskápar
Gram BioLine skápar eru sérhannaðir og framleiddir fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn og uppfylla allar kröfur til varðveislu lyfja og bóluefna. Hitastig í slíkum kæliskápum þarf að vera stöðugt og jafnt. Innrétting skápsins þarf að henta þeim lyfjum sem honum er ætlað að geyma og þau þurfa að vera aðgengileg þeim sem nota hann án nokkurra vandkvæða, og án þess að rými fari til spillis. Það er misjafnt eftir lyfjum og bóluefnum hvaða hitastig hæfir hverju efni en mikilvægast er stöðugleiki þess. Skáparnir eru því búnir öflugu viðvörunarkerfi. Í sumum tilvikum þarf mjög sérhæfða frystiskápa, t.d. fyrir ýmis bóluefni.
Gram BioLine skáparnir eru notaðir um allan heim þar sem ýtrustu kröfur eru gerðar og það sem ekki síst skiptir máli, þá býðst einnig mjög breitt úrval af innréttingum, s.s. skúffum, hillum til að aðlaga að þeirri notkun sem við á hverju sinni.
Ráðgjafar Rekstrarlands í heilbrigðis -og lækningavörum fræða þig um Gram BioLine tækjabúnaðinn. Hafðu samband í síma 515 1100 til að fá nánari upplýsingar.


Klúbburinn
Skráðu þig í Rekstrarlands klúbbinn

Fjáröflunarvörur
Pokapakki (5rl) Nestispokar, svartir ruslapokar, gráir höldupokar, skrjáfpokar 50x60cm, hnútapokar 200stk , flottur pakki