Áfram grímuskylda í verslunum
Kæru viðskiptavinir Rekstrarlands,
Þann 18. nóvember tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra þar sem meðal annars er kveðið á um að þeir sem greinst hafa með COVID-19 séu undanþegnir grímuskyldu í verslunum og á öðrum opinberum stöðum, sýni þeir fram á gilt vottorð þess efnis. Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Rekstrarlands áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember.
Til að minnka álag innan okkar verslana og efla samstöðu ákváðum við að halda grímuskyldu óbreyttri frá því sem áður var og vonum að þið sýnið þessu fyrirkomulagi skilning. Með nýrri reglugerð um grímunotkun er verið að setja okkur í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag ykkar og starfsfólks okkar að leiðarljósi. Við vonum að þið taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri.
Kærar kveðjur,
Starfsfólk Rekstrarlands


Fjáröflunarvörur
Pokapakki (5rl) Nestispokar, svartir ruslapokar, gráir höldupokar, skrjáfpokar 50x60cm, hnútapokar 200stk , flottur pakki

Klúbburinn
Skráðu þig í Rekstrarlands klúbbinn