
Vörumóttaka er á miðlagerum og er vörum dreift þaðan til sölustaða og útibúa. Olís rekur tvö vöruhús, í Súðarvogi 2 e þar sem hýstar eru smurolíur og rafgeymar meðal annars og í Vatnagörðum 10 þar sem hýstar eru rekstrarvörur.
Vörupantanir innan höfuðborgarsvæðisins sem berast fyrir hádegi eru afgreiddar eftir hádegi sama dag. Pantanir sem berast eftir hádegi eru afgreiddar fyrir hádegi daginn eftir. Pantanir sem berast utan af landi eru afgreiddar og sóttar af vöruflutningabílum daginn eftir. Sé óskað eftir að fá vöruna afgreidda utan tilgreinds tíma er hægt að óska eftir að fá hraðsendingu gegn greiðslu svokallaðs flýtigjalds. Í neyðartilvikum er beiðnum sinnt utan hefðbundins afgreiðslutíma gegn útkallsgjaldi.
Starfsmenn sviðsins sjá einnig um áfyllingu á ýmsum hreinsiefnum til þvottastöðva, bifreiðaverkstæða og sundlauga.
Sölukerfi Olís býður:
- Hagkvæmar heildarlausnir
- Einfalt pantanakerfi
- Stuttan afgreiðslutíma
- Hagstætt verð
- Útibú og sölumenn eða þjónustu um land allt
- Hagnýta ráðgjöf og þjálfun
Upplýsingar um þjónustu:
- Sími: 515 1100
- Grænt númer: 800 5100
- Vöruhús Olís, Súðavogi 2e, 104 Reykjavík.
- Vöruhús Rekstrarlands, Vatnagörðum 10, 104 Reykjavík.
- Vöruafgreiðsla Samskip, Kjalarvogi, 104 Reykjavík - Athugið, Hurð 35.
- Tölvupóstur: pontun (hjá) olis.is

Fjáröflunarvörur
Pokapakki (5rl) Nestispokar, svartir ruslapokar, gráir höldupokar, skrjáfpokar 50x60cm, hnútapokar 200stk , flottur pakki

Heimilispakki
Sem inniheldur örtrefjaklút, uppþvottalög, uppþvottabursta, pottasvampa 10stk í pakka., gúmmíhanska, handsótthreinsir 100ml,alhliðahr. m/dælu 500ml. og glerúði m/dælu 500ml.