Frá opnun Rekstrarlands höfum við lagt mikla áherslu á þjónustu við verðandi foreldra sem og foreldra ungbarna. Í upphafi buðum við lokuðum bumbuhópum í heimsókn til okkar sem síðar þróaðist í fastar mánaðalegar kynningar, fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði.
Tilgangur kynninganna er að þjónusta verðandi foreldra og veita þeim upplýsingar um helstu vörur sem gott getur verið að hafa við höndina í kringum fæðingu barnsins. Margar skemmtilegar umræður hafa skapast og áhugaverðar spurningar komið fram.
Á bumbukynningunum er m.a. farið yfir:
- Barnableyjur, grisjur og blautklúta
- Fæðingarbindi og –buxur
- Brjóstagjafavörur svo sem brjóstapumpur, krem og lekahlífar
- Undirlegg og pissulök
- Krem og húðvörur ýmiskonar
Bumbukynningarnar eru skipulagðar mánaðarlega en sé áhugi á einkakynningu fyrir hópa utan þess tíma eða foreldrakynningu með krílin í orlofi tökum við því fagnandi. Hafið samband við okkur í gegnum facebook síðu Rekstrarlands, sent okkur línu á rekstrarland@rekstrarland.is eða í síma 515-1100 og við finnum tíma.

Fjáröflunarvörur
Pokapakki (5rl) Nestispokar, svartir ruslapokar, gráir höldupokar, skrjáfpokar 50x60cm, hnútapokar 200stk , flottur pakki

Heimilispakki
Sem inniheldur örtrefjaklút, uppþvottalög, uppþvottabursta, pottasvampa 10stk í pakka., gúmmíhanska, handsótthreinsir 100ml,alhliðahr. m/dælu 500ml. og glerúði m/dælu 500ml.