
Rekstrarland býður upp þjónustu og ráðgjöf í sambandi við þrif og hreinlæti. Er þar leitast við að bjóða hagkvæmar heildarlausnir fyrir fyrirtæki stór sem og minni, stofnanir og sveitafélög, lagaðar að þörfum hvers og eins.
Ráðgjöf
Í Rekstrarlandi aðstoðum við þig við að ná fram sem mestri hagkvæmni og árangri í þrifum. Við ráðleggjum þér eftir aðstæðum og tökum tillit til fjölbreyttra þátta.
Meðal þess sem hafa ber í huga er rétt val á hreinlætisefnum og -áhöldum. Veltur það á ýmsu, svosem gólfefnum og vinnuumhverfi, hvort fyrirtækið sé vottað og fleira. Ávallt er leitast við að hafa lausnirnar sem einfaldastar, aðgengilegastar og endingabestar.
Kennsla
Rekstrarland býður þar að auki upp á kennslu og þjálfun fyrir það starfsfólk sem annast þrifin. Í því felast meðal annars leiðbeiningar í notkun og blöndun efna sem og notkun áhalda.
Árlegar heimsóknir til eftirfylgni
Reglubundnar heimsóknir til fyrirtækja í samning eru einu sinni á ári til eftirlits og aðgerða, m.a. þrifaúttektar og ATP-mælinga á tilvist örvera og matarleifa. Einnig er farið yfir kostnað og hann endurskoðaður út frá nýjum möguleikum í efnum og tólum.
Markmið heimsókna er að tryggja hámarks árangur og lágmarka kostnað.
Hafðu samband við sérfræðinga Rekstrarlands og fáðu nánari kynningu.
Upplýsingar beint í síma 515 1100 eða pontun (hjá) rekstrarland.is.

Heimilispakki
Sem inniheldur örtrefjaklút, uppþvottalög, uppþvottabursta, pottasvampa 10stk í pakka., gúmmíhanska, handsótthreinsir 100ml,alhliðahr. m/dælu 500ml. og glerúði m/dælu 500ml.

Þjónustuborð
Starfsmenn á Þjónustuborði taka á móti pöntunum frá viðskiptavinum, hvaðan sem er af landinu, frá kl. 08:00 - 17:00 alla virka daga.