
Rekstrarland býður upp á gerð hreinlætisáætlunar í samræmi við HACCP gæðaeftirlitskerfið.
Hreinlætisáætlanir byggja á því að umfang fyrirtækis er skoðað og aðstæður metnar. Áætlun er síðan unnin út frá hverju fyrirtæki fyrir sig þar sem hagkvæmni og árangur er haft að leiðarljósi.
Við gerð hreinlætisáætlana er unnið samkvæmt HACCP gæðaeftirlitskerfinu. HACCP stendur fyrir Hazard analysis and critical control points og er ætlað að takmarka áhættu vegna heilsuspillandi þátta við framleiðslu.
Samkvæmt HACCP er áhætta metin, sérstakir áhættupunktar skilgreindir ásamt því að setja fram ásættanleg viðmið og fylgja þeim eftir. Verði frávik frá þessum viðmiðum eru einnig skilgreindar leiðir til að leiðrétta þau frávik. Þá skal séð til þess að kerfið virki eins og til er ætlast og skráning sé viðunandi.
Árlegar heimsóknir til eftirfylgni
Reglubundnar heimsóknir til fyrirtækja í samning eru einu sinni á ári til eftirlits og aðgerða, m.a. þrifaúttektar og ATP-mælinga á tilvist örvera og matarleifa. Einnig er farið yfir kostnað og hann endurskoðaður út frá nýjum möguleikum í efnum og tólum.
Markmið heimsókna er að tryggja hámarks árangur og lágmarka kostnað.
Hafðu samband við sérfræðinga Rekstrarlands og fáðu nánari kynningu.
Upplýsingar beint í síma 515 1100 eða pontun (hjá) rekstrarland.is.

Index vatnsþéttidúkar
Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum flötum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.

Klúbburinn
Skráðu þig í Rekstrarlands klúbbinn