Fyrir ítrustu kröfur um hreinlæti
Við bjóðum mikið úrval hreinsiefna og hreinlætisvara. Þau mæta þörfum eins og léttari þrifum á gólfum, afþurrkun af ýmsum flötum, fægingu glers og salernisþrifum. Auk þess bjóðum við öflug efni sem geta verið nauðsynleg þegar svo ber undir. Hér er einnig að finna vörur sérstaklega ætlaðar
til nota í eldhúsum veitingahúsa og hótela.
Þjónusta Rekstrarlands
Rekstrarland er verslun í Vatnagörðum 10 sem selur rekstrarvörur fyrir fyrirtæki og heimili – allt frá hreinlætisvörum og molasykri á kaffistofuna til sérhæfðrar vöru fyrir hótel- og veitingahús, heilbrigðisstofnanir og rannsóknastofur.
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverslunar Íslands hf.
Starfsmenn Rekstrarlands bjóða heildarlausnir og veita alhliða ráðgjöf varðandi hreinlæti í matvælaiðnaði, gerð þrifaáætlana, eftirlit með þrifum, val á tækjum, gæðaeftirlit o.s.frv. Efni til nota í matvælavinnslu eru samþykkt af Umhverfisstofnun.

Index vatnsþéttidúkar
Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum flötum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.

Klúbburinn
Skráðu þig í Rekstrarlands klúbbinn