
Rekstrarland býður upp á hágæðavörur við þvagleka sem samþykktar eru af Sjúkratryggingum Íslands.
Þvagleki, þó í litlum mæli sé, skerðir lífsgæði og getur verið íþyngjandi í daglegu lífi. Eftir að læknir eða fagaðili hefur lagt mat á hvert tilvik fyrir sig er margt hægt að gera til að koma í veg fyrir hindranir og skerðingu lífsgæða. Rekstrarland er stolt af því að geta boðið upp á hágæða hjálpargögn frá hinum vandaða danska framleiðanda Abena.
Fjölbreytt vöruúrval frá Abena
Abena býður upp á eitt mesta vöruúrval af þvaglekabindum og -bleium í heiminum í dag en um er að ræða alhliða lausnir fyrir alla þá sem þjást af þvagleka. Abena vörurnar fást í ýmsum stærðum og gerðum með mismikilli rakadrægni en þær eru
hannaðar með það í huga allir ættu að finna lausn sem hentar hverju sinni.

Abena vörurnar eru flestar umhverfisvænar og eru framleiddar með öndunarefni á bakhlið sem eykur mjög á þægindi notenda.
Abena vörurnar eru mjúkar viðkomu, þægilegar og umfram allt lítt áberandi.
Vöruúrval
Endilega skoðið einstakt vöruúrval Rekstrarlands og sjáið hvernig við bjóðum einstaklingsbundnar lausnir þar sem hægt er að mæta öllum þvaglekavandamálum.
Smellið hér til að skoða nánar
Fagleg og persónuleg þjónusta
Í Rekstrarlandi aðstoða sérfræðingar okkar við rétt val á hjálparvörum við þvagleka en ávallt er um einstaklingsbundnar lausnir að ræða. Jóhanna Runólfsdóttir sjúkraliði er með áratuga langa reynslu við að aðstoða um rétt val á hjálpargögnum við þvagleka. Hún býður faglega og persónulega þjónustu og aðstoðar við að finna þá gerð og stærð sem hentar hverjum og einum.
Skírteinishafar hjá Sjúkratryggingum Íslands geta nú leitað beint til Rekstrarlands til þess að fá hjálpargögn við þvagleka afgreidd og send heim sé þess óskað.
Hafðu samband við Rekstrarland og fáðu nánari kynningu.
Upplýsingar beint í síma 515 1100 eða heilbrigdi (hjá) rekstrarland.is.

Index vatnsþéttidúkar
Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum flötum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.

Klúbburinn
Skráðu þig í Rekstrarlands klúbbinn