
Heilbrigðisvörur Rekstrarlands bjóða upp á fyrsta flokks brjóstagjafavörur frá Ardo.
Brjóstagjafir fyrir ungabörn geta skipt sköpum fyrir þroska og heilbrigði ungabarna og hafa vörurnar frá Ardo sýnt það í gegnum tíðina að aðeins fyrsta flokks vörur koma til greina þegar það kemur að geyma og meðhöndla brjóstamjólk.
Við erum með mikið og gott úrval af brjóstagjafavörum frá Ardo og hafa fagaðilar hérlendis mælt með Ardo þegar það kemur að meðhöndlun á brjóstamjólk fyrir ungabörn.

ARDO er 25 ára gamalt svissneskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vönduðum vörum fyrir mæður, ungabörn og heilbrigðisstofnanir. ARDO framleiðir m.a. brjóstadælur, hitakassa og hitateppi fyrir nýbura og ýmsar vörur fyrir mæður með börn á brjósti.
CARUM brjóstadælan er í notkun á vöku- og sængurkvennadeild Landspítalans. Hún er sniðin fyrir fæðingastofur og heilsugæslur og hefur reynst frábærlega hérlendis og segja á að hún setji ný viðmið varðandi notkun slíkra tækja, þetta á við um þrif, afkastagetu, þægindi og rekstrarkostnað. Notandinn getur stillt sogkraft og sogtíðni áháð hvort öðru.
CALYPSO er nett en öflug rafmagnsdæla sem þykir einkar þægileg og hljóðlát. Dælan er frábær til einkanota og hægt er að nota hana með rafhlöðum. Hægt er að mjólka bæði brjóstin í einu. CALYPSO brjóstadælan vann til gullverðlauna í Englandi sem besta rafmagnsdælan til heimanota.

AMARYLL handdælan byggir á sömu tækni og rafmagnsdælurnar en hefur þægilegt handfang og er sérstaklega létt að knýja dæluna.
ARDO býður einnig upp á ýmsa fylgihluti s.s. ýmsar stærðir af brjóstaskjöldum, geirvörtuhlífar, brjóstasett, krem, frystipoka o.fl.
Rekstrarland leigir út dælur til lengri eða skemmri tíma og þar er hægt að kaupa brjóstasettin sem passa á dælurnar.
Nánari upplýsingar um brjóstadælur veita starfsfólk heilbrigðisdeildar Rekstarlands í gegnum netfangið rekstrarland (hjá) rekstrarland.is eða í síma 515 1100.

Index vatnsþéttidúkar
Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum flötum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.

Klúbburinn
Skráðu þig í Rekstrarlands klúbbinn